.. þessum heimasíðum

Þessi listi er langt í frá tæmandi og að auki síbreytilegur. En hér eru nokkrar síður sem ég heimsæki reglulega.

Súrdeigið
Þetta er sístækkandi Facebook hópur sem að ég stofnaði til að uppfylla nördalega þörf mína til að ræða um súrdeigið. Hann er dásamlegur og mjög virkur. Hér má monta sig af bakstri, skiptast á skoðunum og uppskriftum, fá ráð, biðja um afleggjara eða bara fylgjast með súrdeigsnördum ræða málin.

Breadtopia
Þetta er frábær síða rekin af mjög krúttlegum hjónum. Hér má finna mjög mikið af greinagóðum útskýringum, myndböndum og margar mjög fínar uppskriftir. Ég mæli með no-knead uppskriftinni fyrir þá sem eru að byrja.

Ken Forkish YouTube rás
Vídjósíða sem höfundur Flour Water Salt Yeast heldur úti, bæði um brauðbakstur og pizzabakstur. Hér fer hann í gegnum hverning á að brjóta deig, kasta pizzu og svona hitt og þetta.

Meyers Bageunivers
Hinn danski Claus Meyer rekur þessa síðu þar sem finna má uppskriftir, vídjó og annan fróðleik. Þessi er kannski ekki sú stærsta en mjög gagnleg þó

Sourdough Surprises
Þessi síða er því miður ekki virk lengur en ég kíki reglulega á hana til að fá hugmyndir. Hún gekk útá að mánaðarlega í einhvern tíma var send út áskorun um að baka eitthvað úr súrdeigi og áhugabakarar gátu svo sent inn afraksturinn sinn og deilt. S.s. stórt safn yfir allskonar (misgóðar) uppskriftir að mjög fjölbreyttum bakstri.