.. þessum bókum

Tartine Bread
Þessi bók er eftir Chad Robertsson, eiganda Tartine bakarísins í San Fransisco. Margir vilja meina að hann hafi komið súrdeiginu aftur á kortið, allavega kom hann því til hipstersins sem tók því opnum örmum. Bakaríið hans er eitt það frægasta og vinsælasta í heimi og fólk bíður dag eftir dag í röð í veikri von um að ná að kaupa brauðhleif. Þessi bók er um vegferð hans í bakstrinum og hans eigin aðferð að brauðbakstri sem hann hefur eytt mörgum árum í að þróa. Ekki bara er hér að finna eina bestu uppskrift veraldar að súrdeigsbrauði heldur er bókin líka með eindæmum falleg fyrir augað og bragðlaukana. Hér eru bæði uppskriftir að brauði og öðru matarkyns.

Flour Water Salt Yeast
Ken Forkish gerðist bakari eftir að hafa unnið lengi á verðbréfamarkaðnum. Þessi bók er nokkuð lík Tartine bókinni, þó ekki eins ótrúlega falleg. Þetta er nokkurskonar saga um vegferð Forkish að súrdeginu. Þessi bók skartar mjög góðum myndskýrningum og tæknilegum útskýringum. Ég mæli með þessari fyrir meiri byrjendur. Í þessari bók eru einungis uppskriftir að brauði og pizzu.

How To Make Sourdough
Ég hef ekki rekist á margar bækur sem innihalda jafn mikið af fjölbreyttum uppskriftum og þessi bók. Emmanuel, höfundurinn, hefur útfært mjög margt fyrir súrdeig. Að auki inniheldur bókin mjög veglegan kafla um glúteinlausbrauð og notkun glúteinlauss súrdeigs.

Meyers Bageskole
Ef þið lesið dönsku þá er þessi bók algjör draumur. Claus Meyer er einn af stofendnum NOMA í Kaupmannahöfn og rekur einnig bakarí og delí þar í landi ásamt því að reka nokkra ú New York. Hann selur sitt eigið hveiti, malað á staðnum. Þessi bók er hálfgert alfræðirit, það má auðveldega fletta upp hvað fór úrskeiðis, afhverju brauðið lyfti sér ekki, afhverju súrinn er ekki hress o.fl. Einnig er hálfgerður crash-course kafli í brauðbakstri. Uppskriftirnar eru góðar, bæði sætabrauð og venjulegt brauð og mjög langur veglegur kafli um rúgbrauð, að hætti Danans.