
Ég er lakkríssjúk. Ég er ein af þeim sem elskar að lakkrís sé í tísku og sé notaður á allt. Ég vil að hann sé notaður á allt. Mér finnst bara allt betra með lakkrís. Ég hef sett lakkríssalt á poppið mitt í mörg ár, set lakkrísduft á skyrið mitt og elska lakkríste. Ég hef m.a.s. sett lakkrís á pizzu. Og nei, það er ekki eins ógeðslegt og það hljómar. Það er geðveikt. Ég hef verið að gera tilraunir til þess að gera lakkrísbrauð sem hefur þó ekki tekist enn, en mun vonandi takast einn daginn. Meistararnir í Brauð og Co. gerðu hið fullkomna sætabrauð, lakkríssnúða. Þeir eru sjúklega góðir og ég kann mér enginn mörk þegar kemur að þeim, svo að ég ákvað að baka ógeðslega stóra uppskrift af minni eigin útgáfu.
Þessi uppskrift var upphaflega uppskrift að kanilsnúðum. En ég ákvað að beturumbæta hana. Að sjálfsögðu. Því að allt er betra með lakkrís!
Lakkríssnúðar
Erfiðleikastig 3 á skalanum 1 til 5
Deig
150 gr smjör við stofuhita
1 dl sykur
5 dl mjólk
1 dl spruðlandi hresst súrdeig
2 tsk grófmöluð kardimomma
1 tsk. salt
15 dl. hveiti
Fylling
150 gr smjör
1 dl sykur
3 msk lakkrísduft
Ofaná
1 stk hrært egg
Lakkrísduft
Hrærið saman smjöri, sykri, salti og kardimommu
Hitið mjólkina upp að 37° og hellið yfir smjörblönduna ásamt súrdeiginu.
Haldið áfram að hræra og bætið nú hveitinu við, litlu í senn. Leyfið hrærivélinni að juðast í deiginu í 5 – 10 min og látið það síðan hvíla í skál með viskastykki í um 3 tíma.
Hrærið saman sykri, smjöri og lakkrísdufti.
Takið deigið úr skálinni og deilið því í tvennt. Fletjið út helminginn í rétthyrning og smyrjið helmingnum af fyllingunni yfir deigið. Nú getur hver og einn búið til snúða eftir sínu höfði, rúllað deiginu upp eða notað sænskar aðferðir. Það eru víst til nokkrar aðferðir til að búa til snúða, við skulum bara nota þá einföldustu. Brjótið deigið í tvennt og skerið í litla strimla. Takið í sitthvorn endann á strimlinum, snúið uppá hann og vefjið honum um sjálfan sig. Sjá myndband hér.

Endurtakið allt við hinn hluta deigsins

Raðið snúðunum á bökunarplötu með bökunarpappír og leyfið þeim að hefa sig yfir nótt, t.d. í lokuðum ofni, þá eru þeir ekki fyrir.

Hitið ofninn á 250°. Pennslið snúðana með hrærðu eggi og sáldrið lakkrísdufti yfir.
Bakið í 10 min.
Ath, þetta er eiginlega alveg fáránlega stór uppskrift. Það má vel minnka hana um helming ef bakarinn er ekki alveg sætabrauðssjúkur.
Ég er með þessa í gangi komnir 3 tímar en mjög lítið að gerast á ég að vinna með deigið og gera snúða sem myndu þá fara í hefun yfir nótt eða á ég að bíða eftir hefun
Líkar viðLíkar við
Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki bakað þessa snúða í dágóðan tíma (en ætti sannarlega að henda í þá bráðlega). Ég man samt að þeir hefuðust töluvert í seinni hefun yfir nóttina. En svo fletur maður líka deigið út þegar maður er að móta snúðana svo að ég myndi frekar veðja á að seinni hefunin geri meira. Það væri samt spennandi að heyra hvernig fór hjá þér ef að þú lést það hefast lengur.
Líkar viðLíkar við
Hæhæ.
er mikill munur að nota það?
Nú var ég svo spennt að prufa þessa að ég pantaði mér lakkrís duft, ekna er að ég pantaði óvart fína duftið
Líkar viðLíkar við
Nei, það má alveg breyta þessu í kanilsnúða svo að ég get ekki ímyndað mér af fínt lakkrísduft sé nokkuð vesen.
Líkar viðLíkar við
Hvaða lakkrís duft notar þú? Ég prófaði danska duftið en það er ekki alveg það rétta fyrir mig.
Líkar viðLíkar við
Ertu að meina Bulow? Ég notaði gróft lakkrisduft sem að ég keypti í Frú Laugu eitt árið. Meira eins og gróft salt.
Líkar viðLíkar við